Skilmálar Tengis

 

  1. Upplýsingar um söluaðila

Seljandi er Tengi ehf. Kt:681289-3059, Smiðjuvegi 76, 200 Kópavogi sem er sérvöruverslun með hreinlætis og blöndunartæki fyrir bað og eldhús. Í lagnadeild Tengis eru fagmenn að þjónusta fagmenn með allt sem tengist pípulögnum og lagnalausnum. Kaupandi þarf að vera orðinn að minnsta kosti 16 ára til að versla í vefverslun Tengis. Sími 4141000, tengi@tengi.webdev.is.

 

  1. Skilmálar

Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup á vörum í netverslun Tengis og um leið kaup á vörum og þjónustu í verslunum Tengis. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Tengis sem seljanda annarsvegar og þá viðskiptavinar/notanda sem kaupanda vöru.

Kaupandi er einstaklingur sem kaupar vörur í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi getur einnig verið lögaðili (fyrirtæki) og þá eiga við lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Þau lög sem gilda um viðskipti í vefverslun Tengis eru lög um neytendasamninga nr. 16/2016, lög nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Við samþykkt þessara skilmála staðfestir kaupandi að hann sé upplýstur um réttindi sín og skyldur við kaup á vörum frá Tengi ehf. Öll frávik frá skilmálum þessum teljast ekki samþykkt nema með undirritun frá seljanda. Tengi áskilur sér þann rétt til að gera breytingar á skilmálum þessum. Skilmálar þessir taka gildi þann 1.9.2022 og eiga við um kaup á vörum í netverslun Tengis.

 

  1. Vöruskil
  • Varan þarf að vera ónotuð, heil og í upprunalegum umbúðum.
  • Tengi áskilur sér rétt til að reikna afföll á skilavöru að lágmarki 10% frá upprunalegu kaupverði t.d vegna þrifa og ástands vöru.
  • Kaupandi greiðir sendingarkostnað fyrir vörur sem á að skila.
  • Verð vöru skal miðast við það verð sem hún var keypt á.
  • Ekki er hægt að skila sérpöntunum.

Um vöruskil einstaklinga gilda lög um neytendakaup nr.48/2003.

Um vöruskil fyrirtækja gilda lög um lausafjárkaup nr. 50/2000

 

  1. Afhendingar- og sendingarmáti

Viðskiptavinir sem versla vörur í netverslun Tengis geta sógt vöruna á Smiðjuvegi 76, 200 Kópavogi. Einnig er hægt að fá vöruna senda á skilgreindan stað.

Sóttar pantanir: Þegar kaupandi sem hefur pantað vöru í gegnum vefverslun Tengis velur að sækja vöruna, skal við hann framvísa staðfestingu á kaupunum, s.s. rafrænum reikningi þegar hann kemur að sækja vöruna. Tengi tekur sér 2 klst við afgreiðslu sóttra pantana. Staðfesting er send á kaupanda þegar pöntun er til búin til afhendingar.

Sendar pantanir:  Ekki verður boðið upp á heimsendingar til að byrja með.

 

  1. Persónuverndarstefna

Tengi vinnur með persónugreinanleg gögn um einstaklinga og vistar í upplýsingakerfum sínum. Tengi leggur ríka áherslu á að tryggja trúnað, áreiðanleika og örugga og ábyrga meðferð upplýsinga. Því höfum við sett upp margvíslegar varnir um gögnin okkar, vinnslu og utanumhald þeirra.

Hvaða gögn

Um er að ræða persónugreinanlegar upplýsingar um viðskiptavini Tengis og starfsmenn.

Heimildir

Tengi vistar og vinnur eingöngu með þau gögn sem nauðsynleg eru og heimilt er að vinna með samkvæmt lögum, samningum við aðila eða upplýstu samþykkti einstaklinga og annarra þeirra sem að verkefnum koma.

Hvaða notkun

Gögn og upplýsingar sem Tengi geymir í upplýsingakerfum sínum, eru einungis notuð til að fyrirtækið geti sinnt hlutverki sínu á sem bestan máta og þjónustað og stutt viðskiptavini sína eins og frekast er kostur. Tengi mun aldrei dreifa persónuupplýsingum til þriðja aðila án heimildar.

Varnir

Öll gögn og vinnslur eru varin þannig að einungis þeir sem heimildir hafa til að vinna með gögnin, sjá þau og/eða breyta, geta framkvæmt slíkar aðgerðir, aðrir geta ekki skoðað gögnin.

Afritun

Öll gögn hjá Tengi eru afrituð til að tryggja að þau séu ætíð til staðar, eldri gögnum er þó eytt í samræmi við gagnastefnu fyrirtækisins.

Réttleiki

Tengi leitast ætíð við að tryggja réttleika gagna sinna. Komi í ljós að upplýsingar séu rangt skráðar, eru þær uppfærðar.  Réttur einstaklinga til upplýsinga um vinnslu og aðgangs að eigin persónuupplýsingum. Tengi veitir öllum viðskiptavinum sem eru á skrá hjá fyrirtækinu og eftir því óska, aðgang að upplýsingar um þau persónugögn sem aðilinn vistar og/eða vinnur með um einstaklinginn. Skipaður hefur verið persónuverndarfulltrúi sem m.a. tekur við beiðnum einstaklinga og setur þær í farveg þannig að unnt sé að svara einstaklingum innan ásættanlegs frests.

Vafrakökur

Þessi vefsíða notar vafrakökur (Cookies) til þess að tryggja betri upplifun af síðunni fyrir notendur. Vafrakökur safna upplýsingum um notanda til þess að gera vefinn notendavænni.

Vafrakökur (Cookies) geta geymt upplýsingar um stillingar notenda, tölfræði heimsókna, auðkenni innskráðra notenda ofl. Vafrakökur eru nauðsynlegar til þess að geta boðið uppá sem besta virkni á vefnum. Tengi notar Google Analytics til vefmælinga. Við hverja komu eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis.

Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu, allar upplýsingar eru ópersónugreinanlegar.

Þú getur valið hvort vefurinn fái að safna þessum gögnum eða ekki og ef þú óskar ekki eftir því þá getur það valdið því að ekki sé hægt að nýta alla þá möguleika sem vefsíðan hefur upp á að bjóða.

 

  1. Lög og varnarþing

Um viðskiptaskilmála þessa skulu Íslensk lög skulu gilda. Rísi ágreiningur milli aðila skal leitast við að leysa hann með samkomulagi. Um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir kærunefnd þjónustu- og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.